26 október 2005

Syndsamleg skemmtun.

Syndabælið Sinfest á nú oft sína góðu punkta. Ég hef sérstaklega gaman af hundinum og kettinum. Samtölin við guð, englarnir hans, "fan-boy"-ið hans og kristlingarnir eiga líka sína góðu spretti. Djöfullin sjálfur og "fan-boy"-ið hans geta stundum verið djöfulli fyndnir. Svo má heldur ekki gleyma heimspekilegum vangaveltum og þegar Slick og Monique taka fyrir samskipti kynjana.
    En því miður koma fyrir tímabil þegar Sinfest annaðhvort missir sig í súri, ófyndni dellu eða þá að höfundurinn virðist lenda í einhverri ferlegri ritstíflu með þeim afleiðingum að maður fær ekki sinn daglega skammt af Sinfest.

Efnisorð:

25 október 2005

Bölvaður klaufaskapur.

Alveg er það ferlegt hvað maður getur stundum verið mikill endemis klaufabárður. Hvað þá þegar það svo bitnar á öðrum en manni sjálfum. Að maður tali nú ekki um það þegar það bitnar á grei litlu málleysingjunum sem maður ber ábyrgð á.
    Málið að þessu sinni er að blessuð litla sálin, hann Loðmundur, er búinn að vera með endalaust mikið af flóka síðan han þurfti að vera með kragan um daginn. Ég er búinn að ætla að fara með hann í klippingu en gæludýraklipparinn sem mér var bennt á er víst í Hafnafirði og maður hefur takmarkaðan tíma í svoleiðis langferðir. Því hef ég notað tækifærið öðru hvoru þegar hann er að kúra upp við mig til að grípa snöggvast skæri og losa hann við einn og einn flóka í einu. Þrátt fyrir brölt og smá mótmæli að hans hálfu hefur það gengið ágætlega. Þar til nú.
    Nú var ég að taka eftir að í gær tókst ekki betur til en að skærin fóru ögn of djúpt og skildu eftir sár. Vondur, vondur kisupabbi.
    Sem betur fer virðist það ekki vera neitt djúpt og ætti því ekki að vera mjög alvarlegt. Samt betra að fylgjast vel með hvort þörf sé á ferð til Dagfinns.
    Þrátt fyrir þetta er litla krúttið, malandi, að nudda sér upp við mig til að þiggja klapp og strokur.

Efnisorð:

22 október 2005

Bíó og tilgangur lífsins.

Fór áðan í bíó með frænku minni. Fórum á "A History of Violence". Ekkert meistaraverk, frekar en flest allt sem kemur í bíó, en samt fín mynd. Þær eru allavega ekki margar bandarísku bíómyndirnar þar sem tekið er á afleiðingum ofbeldis á sálartetur manna án þess að fara út í að verða að vælumynd um fórnarlömb.
    Þökk sé athugasemd góðrar vinkonu minnar náði ég að sjá Monty Python snildina "The Meaning of Life" eins og ég ætlaði án þess að missa af meiru en rétt byrjuninni. Í lokin kemur svo boðskapurinn: "Verið góð við hvort annað, forðist feitan mat og lesið góða bók öðru hvoru". Ef þetta er tilgangur lífsins þá tel ég mig vera í nokkuð góðum málum. Mætti að vísu lesa meira af góðum bókum. Held allavega að námsbækurnar mínar teljist ekki með. Samt skemmtileg tilviljun að fá þennan boðskap nánast nýkominn úr bókabúð þar sem ég keypti fjórar bækur. Þó að þetta hafi ekki verið skáldsögur þá held ég að bækur frá efstu hæð Mál og Menningar geti alveg talist til góðra bóka.
    Í öðrum fréttum þá eru kisulingarnir ekki enn búnnir að læra að þeir eigi ekki að vera stöðugt að rápa inn og út. Maður er ögn þreyttur á að vera hlaupandi upp og niður stigan til að þóknast þeim. Reyna að ákveða sig, drengir!

Efnisorð: , ,

21 október 2005

Tíminn og vatnið.

Furðulegt hvernig sumar vikur nánast hverfa án þess að maður taki eftir því. Þessi vika er ein af þeim. Mér líður eins og bara rétt áðan hafi verið mánudagur og nú er að verða kominn föstudagur. Mér finnst ég ekki hafa gert neitt þessa vikuna. Svaf á mánudag og hálfan þriðjudag en mættu þó í kennslutímann minn og fór á kaffíhúsfund um kvöldið. Mætti líka í kennslutímann minn á miðvikudag (þó enginn af nemendum mínum). Á fimmtudag þá gerði ég ... uhm ... blah!
    Jú, ég náði í vikunni að þvo tvær vélar af þvotti. Sækja nýja vírusvörn, eldvegg, 'spyware'-vörn og tvö 'season' af sjónvarpsþættinum 'Carnivale'. Setja inn hugbúnaðinn ásamt því að henda út gömlum. Brenna þættina á disk. Fara til sýslumanns að láta þinglýsa lánabreytingu. Sækja mér upplýsinga um öryggi á Windows vélum. Og heimsækja Báru vinkonu.
    Samt bara smáhlutir miðað við hvað ég ætlaði að gera, hefði þurft að gera og á enn eftir að gera. Leiðist hvað ég kem litlu úr verki.

Efnisorð: , ,

17 október 2005

Kisulingar - lifandi og teiknimynda.

Fyrst þegar ég var að taka upp á því að hleypa kisulingunum út var ég að hafa smá áhyggjur af því hvernig þeim ætti eftir að ganga af vinna sér inn viðurkenningu í samfélagi hverfiskattanna. Hvort þeir yrðu jafnvel lagðir í einelti af stóru grimmu útigangsköttunum. Ekki minnkuðu áhyggjur mínar þegar Loðmundur særðist í átökum.
    Því var það vist ánægjuefni og gerði mig smá stoltan það sem ég sá um daginn. Ég var á leið í skóla þegar ég tek eftir Loðmundi eitthvað að skottast á stéttinni. Er ég labba nær tek ég betur eftir því að hann horfir stíft upp á garðhliðið í næsta garð og verður því litið upp. Þar situr stór, bröndótt kattarhlussa og er eitthvað að tjá sig við Loðmund. Tekur Loðmundur þá á rás og stekkur upp í átt að kvikindinu sem hrekkur við og leggur á flótta. Ótrauður heldur Loðmundur á eftir honum, rekur á eftir honum í gegnum allan næsta garð og yfir næsta grindverk. Eftir stendur stoltur kisupabbi, fullviss um að kisulingarnir sínir séu sko greinilega að plumma sig í þjóðfélagi katta.
    Verst hvað þeir skuli vera tregir við að læra að varðandi útivist þeirra þá gildir sú regla að einu sinni á dag fara þeir út, saman. Og einu sinni á dag fá þeir að koma aftur inn, saman. Þegar ég ákveð að þeir eigi að fara. Kannski það sé vegna þess hve linur ég er við að framfylgja þeirri reglu. Gæti það nokkuð verið? Hmmm.....
    Úr því að minnst er á kisulinga, þá rakst ég á æðisleg teiknimyndakisurassgöt. Hér koma nokkur dæmi:

Þetta er fyndið, en þetta er nokkuð sick.
Hahahaha...
Hmm... Heimspekilegt.
Bwhaahahahahahaha....
Æ, æ. Óheppnir.

Efnisorð: ,

12 október 2005

Gott að eiga góða vini

Fór í heimsókn til vinkonu minnar í gærkvöld. Við gerðum nú óskup lítið og vorum ekkert mikið að tala saman. Ég var aðalega að hanga í tölvunni minni á meðan hún var í sinni eða að hafa sig til fyrir bíóferðina sem við fórum í seinna um kvöldið með tveimur vinum okkar. Kom við hjá henni aftur eftir bíóferðina og aftur vorum við aðalega að hanga í tölvunum.
    Merkilegt samt hvað það að hanga saman skildi eftir miklu meira en bíómyndin. Ekki það að það væri eitthvað út á myndina að setja, hún stóð alveg fyrir sínu. Málið er bara að það virðist vera með góða vini, sem manni þykir vænt um, að maður þarf ekkert endilega að vera að gera eitthvað merkilegt, spennandi eða stórskemmtilegt saman. Það eitt að vera að umgangast hvort annað skilur eftir ákveðna vellíðunartilfinningu sem er dýrmætari en hvaða stundarskemmtun sem er.
    Mér líður ennþá vel að innan eftir gærkvöldið.

Efnisorð: ,

09 október 2005

Uppskrift dagsins: Viðbrennt pasta

Ég varð svangur í gærnótt og ákvað að malla eitthvað. Af einskærri slyssni rambaði ég á að útbúa hinn víðfræga rétt, viðbrennt pasta. Hér læt ég fylgja með uppskriftina svo aðrir geti einnig notið hennar.

handfylli pasta
smásletta ólífuolía
sjávarsalt
vatn
einhversskonar pastasósa (skiptir ekki máli hvernig sósa svo lengi sem ekki þarf að standa yfir henni á meðan hún er að malla)

Setjið vatn í pott og hafið það í minni kanntinum. Setjið pottin á mesta hita. Á meðan beðið er eftir að suða komi upp skal fara í næsta herbergi og dúlla sér eitthvað á internetinu þannig að örrugt sé að vatnið sé búið að minnka eitthvað í pottinum þegar maður tekur eftir að suðan sé komin upp. Skellið olíunni, saltinu og pastainu úti og lækkið hitan undir. Nú er fínt að nota tíman til að baufast eitthvað við pastasósuna og leyfa henni svo að malla. Á meðan sósan er að malla skal yfirgefa eldhúsið en á ný til að fara á vit internetsins. Á leiðinni út skal hækka ögn undir pastainu. Þegar einkennileg lykt úr eldhúsinu nær að draga athygglina frá internetinu er rétturinn að verða tilbúinn. Nú skal hafa snör handtök, rjúka af stað inní eldhús, kippa viðbrenndu pastainu af hellunni og undir kranan í vaskinum þar sem smá vatni er bætt út í til að bleyta ögn upp í því. Bætið sósunni út á og njótið vel.

Efnisorð: ,

05 október 2005

Eintóm gleði og hamingja, ha?

Vei! Gleði, gleði! Lánið mitt er komið!...

... og farið aftur.

Farið í Vísa-reikning, afborganir, örfáa reikninga en þó fyrst og fremst í að greiða niður yfirdrætti.
    Samt ekki örvænta. Ég er ekkert í slæmum málum. Ég er að bíða eftir leiðréttingu frá skattinum, ég fæ einhver smá laun frá Háskólanum fyrir dæmatímakennslu og ég er auk þess ennþá með yfirdráttarheimildir. Ég er í nógu góðum málum til að þurfa ekki að hafa áhyggjur. Ég bara er ekkert með úttroðna vasa af peningum.
    Hvað varðar að greiða niður lánið þá er það til langs tíma og það er ekki nema ca 5 ár í að ég verði búinn með allt námið og ætti að geta fengið nógu vel borgað starf til að geta jafnvel greitt þetta lán á innan við ári.

Efnisorð: ,

Hrægammarnir nálgast! ... eða hvað?

Þegar ég greip Fréttablaðið í morgun vakti það athyggli mína að fyrir ofan forsíðuna var auglýst í æpandi skærum litum "8bls bæklingur frá Tölvulistanum stútfullur af tilboðum á tölvum og tölvubúnaði í Fréttablaðinu í dag". Mér varð strax hugsað að nú hefðu einhverjir lekið í Tölvulistan fréttir um að ég væri að fá lánið mitt og að því væri rétti tímin til að útbúa sérstaklega þykkan bækling til að klófesta mig. Vitandi af þessari gildru inní blaðinu tókst mér þó ekki að standast forvitnina og fletti blaðinu þar til kom að bæklingnum. Þá kom í ljós að annaðhvort fengu þeir rangar upplýsingar eða þeir voru ekkert á höttunum eftir mér.
    Helmingurinn af bælkingnum var undirlagður undir fartölvutilboð. Halló! Ég er nýbúinn að fá mér nýja fartölvu.
    Einn fjórði var undirlagður undir turnvélapakka þar sem innifalið var skjár, lykklaborð, mús og hátalarar. Fuss og svei. Ég er með fínan skjá, lykklaborð, hátalar og alles. Auk þess sem mig vantar ekki nýja turnvél. Ég hef aðeins áhuga að uppfæra þessa sem ég er með.
    Þrír fjórðu af restinni fór svo undir prentara. Ég er með prenntara sem ég er varla búinn að taka úr kassanum.
    Restin var svo eitthvað smotterí eins og skannar, ljósmyndavél (ég á vél, takk fyrir!), pappír, blek og dót.
    Ok, bara til að hafa það á hreinu næst þegar þið sendið einhvern bækling til mín (Ég veit að þið eruð að lesa þetta! Hvar annarsstaðar hefðuð þið getað frétt af láninu?), það sem mig vantar er að auka diskapláss í turnvélinni (og í leiðinni að losna við gamla háværa diskin sem er í), athuga hversu mikið sé hægt að minnka hávaðan með t.d. nýjum aflgjafa og/eða viftum og athuga hvort hún ráði við sjónvarpskort svo ég geti horft á sjónvarpið í henni. Þetta er allt og sumt. Ekkert neitt meira kjaftæði. Nei, ég vill ekki nýtt móðurborð. Já ég veit að þetta er Pentium II örgjörvi, ég þarf ekkert meira í þessa vél. Takk fyrir.

Efnisorð: ,

04 október 2005

Þá er maður vist farinn að birta niðurstöður úr prófum á blogginu sínu, eins og fleiri.

Jæja, þetta kom mér eigilega á óvart. Ég bjóst við að vera meiri 'geek'.

More Scientific
You have:
85% SCIENTIFIC INTUITION and
70% EMOTIONAL INTUITION

The graph on the right represents your place in Intuition 2-Space. As you can see, you scored above average on emotional intuition and well above average on scientific intuition.Your scientific intuition is stronger than your emotional intuition.


Your Emotional Intuition
score is a measure of how well you understand people, especially their
unspoken needs and sympathies. A high score score usually indicates
social grace and persuasiveness. A low score usually means you're good
at Quake.

Your Scientific Intuition
score tells you how in tune you are with the world around you; how well
you understand your physical and intellectual environment. People with
high scores here are apt to succeed in business and, of course, the
sciences.

My test tracked 2 variables How you compared to other people your age and gender:

  
You scored higher than 92% on Scientific
  
You scored higher than 61% on Interperson

Efnisorð:

03 október 2005

Lazarus :S

Blah.

Einmitt þegar ég ætla að taka mig á og hef meira en nóg að gera þá veikist ég. Æðislegt.

Jæja, lítið við því að gera annað en að sofa og hanga á netinu. Þurfti þó fyrst að stelast út því kattamaturinn kláraðist í gær. Ekki mega kisulingarnir mínir svelta.

Efnisorð: , ,

02 október 2005

Hugleiðing um fjölda athugasemda.

Rosa er fólk búið að vera duglegt að skilja eftir athugasemdir í bloggið mitt eða hitt þó heldur.
Ætli maður fengi kannski eitthvað fleiri athugasemdir ef maður léti einhverja fleiri vita af því en þessar tvær manneskjur sem vita af því?
Það er sko aldrei að vita. Best að tékka á því.

Efnisorð:

Lán... og ólán.

Það var ekkert smá léttir að fá símhringinguna sem ég fékk í vikunni. Lífeyrissjóðurinn minn að staðfesta að ég fengi lánið sem ég hafði sótt um.
   Þetta er lánið sem ég var búinn að reikna með að fá til að losna við yfirdráttarlán og fjármagna námið mitt í vetur. Alveg síðan ég fékk það staðfest í sumar að ég næði að greiða nógu oft í lífeyrissjóðin (þarf að hafa greitt 4 af seinustu 6 mánuðum) til að eiga rétt á að sækja um lán hjá þeim og að þeir lánuðu enn út á óstaðfestar íbúðir, þá var ég sannfærður um að það væri nánast bara formsatriði að sækja um og svo fá lánið stuttu eftir seinasta launaseðil sumarsins (í upphafi september). Að í mesta lagi væri spurning um hve hátt lán ég gæti fengið. Að ég þyrfti semsagt ekkert að hafa áhyggjur af fjármálum. Gæti jafnvel leift mér að nota Vísa og ögn hækkaðar yfirdráttarheimildir til að fleita mér áfram þar til lánið bærist.
   Það var það sem ég helt þar til að í fyrstu þá var haft samband við mig stuttu fyrir lok ágúst og ég látin vita af því að þat sem þetta væri ósamþykkt íbúð þá þyrfti verðmat frá fasteignasala, þau treystu sér ekki til að uppreikna kaupverðið frá því þegar ég keypti. Jæja, það hljómaði nú ekki það slæmt. Þetta mundi bara tefjast ögn meðan ég gengi frá því.
   Tefjast ögn? Heilum þremur vikum seinna er ég loks búinn að finna tíma þegar bæði ég og fasteignasalinn erum lausir samtímis. Nokkrum dögum fæ ég svo loks verðmatið og skila því inn. Þarna var ég byrjaður að verða stressaður vegna yfirdrátta að renna út, afborganna af lánum, vísa, síma og öðrum reikningum rétt handan við mánaðamótin. Auk þess sem kostnaður við að lifa hverfur ekkert. Því var það ekkert á bætandi að heyra afgreiðslustúlkuna sem tók við verðmatinu minnast á að nú væri allt komið sem þyrfti til að leggja lásnumsóknina fyrir yfirmann deildarinnar.
  "- Ha! Bíddu við. Meinarðu að það eigi eftir að ákveða hvort ég fái lán? Er möguleiki að ég fái ekki lánið?
   - Ja, við getum ekkert um það sagt. Getum engu lofað. Þetta þarf að fara fyrir deildarstóran sem tekur ákvörðun."
   Á þessum tímapunkti leið mér eins og ég væri í teigjustökki og fengi í miðju falli að vita að það ætti eftir að athuga hvort það væri búið að binda hinn endan á teigjunni.

   Sem betur fer kom þessi símhringing nú í vikunni.

Efnisorð: , ,