Tíminn og vatnið.
Furðulegt hvernig sumar vikur nánast hverfa án þess að maður taki eftir því. Þessi vika er ein af þeim. Mér líður eins og bara rétt áðan hafi verið mánudagur og nú er að verða kominn föstudagur. Mér finnst ég ekki hafa gert neitt þessa vikuna. Svaf á mánudag og hálfan þriðjudag en mættu þó í kennslutímann minn og fór á kaffíhúsfund um kvöldið. Mætti líka í kennslutímann minn á miðvikudag (þó enginn af nemendum mínum). Á fimmtudag þá gerði ég ... uhm ... blah!
Jú, ég náði í vikunni að þvo tvær vélar af þvotti. Sækja nýja vírusvörn, eldvegg, 'spyware'-vörn og tvö 'season' af sjónvarpsþættinum 'Carnivale'. Setja inn hugbúnaðinn ásamt því að henda út gömlum. Brenna þættina á disk. Fara til sýslumanns að láta þinglýsa lánabreytingu. Sækja mér upplýsinga um öryggi á Windows vélum. Og heimsækja Báru vinkonu.
Samt bara smáhlutir miðað við hvað ég ætlaði að gera, hefði þurft að gera og á enn eftir að gera. Leiðist hvað ég kem litlu úr verki.
Jú, ég náði í vikunni að þvo tvær vélar af þvotti. Sækja nýja vírusvörn, eldvegg, 'spyware'-vörn og tvö 'season' af sjónvarpsþættinum 'Carnivale'. Setja inn hugbúnaðinn ásamt því að henda út gömlum. Brenna þættina á disk. Fara til sýslumanns að láta þinglýsa lánabreytingu. Sækja mér upplýsinga um öryggi á Windows vélum. Og heimsækja Báru vinkonu.
Samt bara smáhlutir miðað við hvað ég ætlaði að gera, hefði þurft að gera og á enn eftir að gera. Leiðist hvað ég kem litlu úr verki.
<< Tilbaka á aðalsíðu
Skrifa ummæli
<< Tilbaka á aðalsíðu