09 október 2005

Uppskrift dagsins: Viðbrennt pasta

Ég varð svangur í gærnótt og ákvað að malla eitthvað. Af einskærri slyssni rambaði ég á að útbúa hinn víðfræga rétt, viðbrennt pasta. Hér læt ég fylgja með uppskriftina svo aðrir geti einnig notið hennar.

handfylli pasta
smásletta ólífuolía
sjávarsalt
vatn
einhversskonar pastasósa (skiptir ekki máli hvernig sósa svo lengi sem ekki þarf að standa yfir henni á meðan hún er að malla)

Setjið vatn í pott og hafið það í minni kanntinum. Setjið pottin á mesta hita. Á meðan beðið er eftir að suða komi upp skal fara í næsta herbergi og dúlla sér eitthvað á internetinu þannig að örrugt sé að vatnið sé búið að minnka eitthvað í pottinum þegar maður tekur eftir að suðan sé komin upp. Skellið olíunni, saltinu og pastainu úti og lækkið hitan undir. Nú er fínt að nota tíman til að baufast eitthvað við pastasósuna og leyfa henni svo að malla. Á meðan sósan er að malla skal yfirgefa eldhúsið en á ný til að fara á vit internetsins. Á leiðinni út skal hækka ögn undir pastainu. Þegar einkennileg lykt úr eldhúsinu nær að draga athygglina frá internetinu er rétturinn að verða tilbúinn. Nú skal hafa snör handtök, rjúka af stað inní eldhús, kippa viðbrenndu pastainu af hellunni og undir kranan í vaskinum þar sem smá vatni er bætt út í til að bleyta ögn upp í því. Bætið sósunni út á og njótið vel.

Efnisorð: ,

<< Tilbaka á aðalsíðu

Anonymous Nafnlaus sagði...

hmm... ég sá þetta á Baggalúti um daginn...

17/10/05 1:07 f.h.  
Blogger Siggi Sveinn sagði...

Já? Er eitthvað sem bannar mér að birta mínar uppskriftir á fleiri en einum stað?

17/10/05 9:08 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Tilbaka á aðalsíðu