20 desember 2007

Ekki skánnar það.

Þá er maður kominn með einkunnir úr prófunum og laus við þær áhyggjur.
En ekki skánaði það mikið við það. Ég fékk áttu og níu. Meðaleinkunnin hækkaði við það um 0,11, úr 7,82 í 7,93. Í fyrstu hljómar það dá vel, þar til maður gerir sér grein fyrir því að þá er einfaldlega orðið þeim mun erfiðara að bæta sig næst. Þó ég fengi eintómar áttur það sem eftir er, þá dygði það einungis til að hækka meðaleinkunnina um samtals 0,03. Jafnvel eintómar níur dygðu ekki til að halda við það nýfengna viðmið að hækka meðaleinkunnina um 0,11 á önn. Til þess þyrfti tvær tíur og restin níur.
Gerir fólk sér ekkert grein fyrir hvað það sé erfitt að fá tíu í háskólanámi?
Það væri þá helst að maður gæti reynt að endurtaka þau fög sem gekk verst í til að hækka þær einkunnir. En hefur maður tíma til þess? Ekki getur maður verið endalaust í skóla.
Þetta er nú meira vesenið. :S

Ath. Ekki taka þetta rant mitt alvarlega. Fyrir utan að tölunar eru réttar, þá er þetta óttalegt bull hjá mér. Ég er alveg fullkomlega sáttur við þessar einkunnir og vel það.
Í alvörunni. Ég er ánægður :D

Efnisorð: , ,

<< Tilbaka á aðalsíðu

Skrifa ummæli

<< Tilbaka á aðalsíðu