25 október 2005

Bölvaður klaufaskapur.

Alveg er það ferlegt hvað maður getur stundum verið mikill endemis klaufabárður. Hvað þá þegar það svo bitnar á öðrum en manni sjálfum. Að maður tali nú ekki um það þegar það bitnar á grei litlu málleysingjunum sem maður ber ábyrgð á.
    Málið að þessu sinni er að blessuð litla sálin, hann Loðmundur, er búinn að vera með endalaust mikið af flóka síðan han þurfti að vera með kragan um daginn. Ég er búinn að ætla að fara með hann í klippingu en gæludýraklipparinn sem mér var bennt á er víst í Hafnafirði og maður hefur takmarkaðan tíma í svoleiðis langferðir. Því hef ég notað tækifærið öðru hvoru þegar hann er að kúra upp við mig til að grípa snöggvast skæri og losa hann við einn og einn flóka í einu. Þrátt fyrir brölt og smá mótmæli að hans hálfu hefur það gengið ágætlega. Þar til nú.
    Nú var ég að taka eftir að í gær tókst ekki betur til en að skærin fóru ögn of djúpt og skildu eftir sár. Vondur, vondur kisupabbi.
    Sem betur fer virðist það ekki vera neitt djúpt og ætti því ekki að vera mjög alvarlegt. Samt betra að fylgjast vel með hvort þörf sé á ferð til Dagfinns.
    Þrátt fyrir þetta er litla krúttið, malandi, að nudda sér upp við mig til að þiggja klapp og strokur.

Efnisorð:

<< Tilbaka á aðalsíðu

Blogger Andrea sagði...

Þeir fyrirgefa manni allann andskotann þessir kisar. Bestu dýr í heimi!

25/10/05 3:33 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Já, kisurnar mínar til dæmis elska mig út af lífinu þótt ég hrekkji þær stundum eða rífi upp úr værum svefni til að knús a þær. Líklega er túnfisksdósaopnunarhæfileikum mínum þar um að þakka ;)

18/11/05 4:42 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Tilbaka á aðalsíðu