Bíó og tilgangur lífsins.
Fór áðan í bíó með frænku minni. Fórum á "A History of Violence". Ekkert meistaraverk, frekar en flest allt sem kemur í bíó, en samt fín mynd. Þær eru allavega ekki margar bandarísku bíómyndirnar þar sem tekið er á afleiðingum ofbeldis á sálartetur manna án þess að fara út í að verða að vælumynd um fórnarlömb.
Þökk sé athugasemd góðrar vinkonu minnar náði ég að sjá Monty Python snildina "The Meaning of Life" eins og ég ætlaði án þess að missa af meiru en rétt byrjuninni. Í lokin kemur svo boðskapurinn: "Verið góð við hvort annað, forðist feitan mat og lesið góða bók öðru hvoru". Ef þetta er tilgangur lífsins þá tel ég mig vera í nokkuð góðum málum. Mætti að vísu lesa meira af góðum bókum. Held allavega að námsbækurnar mínar teljist ekki með. Samt skemmtileg tilviljun að fá þennan boðskap nánast nýkominn úr bókabúð þar sem ég keypti fjórar bækur. Þó að þetta hafi ekki verið skáldsögur þá held ég að bækur frá efstu hæð Mál og Menningar geti alveg talist til góðra bóka.
Í öðrum fréttum þá eru kisulingarnir ekki enn búnnir að læra að þeir eigi ekki að vera stöðugt að rápa inn og út. Maður er ögn þreyttur á að vera hlaupandi upp og niður stigan til að þóknast þeim. Reyna að ákveða sig, drengir!
Þökk sé athugasemd góðrar vinkonu minnar náði ég að sjá Monty Python snildina "The Meaning of Life" eins og ég ætlaði án þess að missa af meiru en rétt byrjuninni. Í lokin kemur svo boðskapurinn: "Verið góð við hvort annað, forðist feitan mat og lesið góða bók öðru hvoru". Ef þetta er tilgangur lífsins þá tel ég mig vera í nokkuð góðum málum. Mætti að vísu lesa meira af góðum bókum. Held allavega að námsbækurnar mínar teljist ekki með. Samt skemmtileg tilviljun að fá þennan boðskap nánast nýkominn úr bókabúð þar sem ég keypti fjórar bækur. Þó að þetta hafi ekki verið skáldsögur þá held ég að bækur frá efstu hæð Mál og Menningar geti alveg talist til góðra bóka.
Í öðrum fréttum þá eru kisulingarnir ekki enn búnnir að læra að þeir eigi ekki að vera stöðugt að rápa inn og út. Maður er ögn þreyttur á að vera hlaupandi upp og niður stigan til að þóknast þeim. Reyna að ákveða sig, drengir!
Efnisorð: rant, skemmtanir, vinir
<< Tilbaka á aðalsíðu
Skrifa ummæli
<< Tilbaka á aðalsíðu