02 október 2005

Lán... og ólán.

Það var ekkert smá léttir að fá símhringinguna sem ég fékk í vikunni. Lífeyrissjóðurinn minn að staðfesta að ég fengi lánið sem ég hafði sótt um.
   Þetta er lánið sem ég var búinn að reikna með að fá til að losna við yfirdráttarlán og fjármagna námið mitt í vetur. Alveg síðan ég fékk það staðfest í sumar að ég næði að greiða nógu oft í lífeyrissjóðin (þarf að hafa greitt 4 af seinustu 6 mánuðum) til að eiga rétt á að sækja um lán hjá þeim og að þeir lánuðu enn út á óstaðfestar íbúðir, þá var ég sannfærður um að það væri nánast bara formsatriði að sækja um og svo fá lánið stuttu eftir seinasta launaseðil sumarsins (í upphafi september). Að í mesta lagi væri spurning um hve hátt lán ég gæti fengið. Að ég þyrfti semsagt ekkert að hafa áhyggjur af fjármálum. Gæti jafnvel leift mér að nota Vísa og ögn hækkaðar yfirdráttarheimildir til að fleita mér áfram þar til lánið bærist.
   Það var það sem ég helt þar til að í fyrstu þá var haft samband við mig stuttu fyrir lok ágúst og ég látin vita af því að þat sem þetta væri ósamþykkt íbúð þá þyrfti verðmat frá fasteignasala, þau treystu sér ekki til að uppreikna kaupverðið frá því þegar ég keypti. Jæja, það hljómaði nú ekki það slæmt. Þetta mundi bara tefjast ögn meðan ég gengi frá því.
   Tefjast ögn? Heilum þremur vikum seinna er ég loks búinn að finna tíma þegar bæði ég og fasteignasalinn erum lausir samtímis. Nokkrum dögum fæ ég svo loks verðmatið og skila því inn. Þarna var ég byrjaður að verða stressaður vegna yfirdrátta að renna út, afborganna af lánum, vísa, síma og öðrum reikningum rétt handan við mánaðamótin. Auk þess sem kostnaður við að lifa hverfur ekkert. Því var það ekkert á bætandi að heyra afgreiðslustúlkuna sem tók við verðmatinu minnast á að nú væri allt komið sem þyrfti til að leggja lásnumsóknina fyrir yfirmann deildarinnar.
  "- Ha! Bíddu við. Meinarðu að það eigi eftir að ákveða hvort ég fái lán? Er möguleiki að ég fái ekki lánið?
   - Ja, við getum ekkert um það sagt. Getum engu lofað. Þetta þarf að fara fyrir deildarstóran sem tekur ákvörðun."
   Á þessum tímapunkti leið mér eins og ég væri í teigjustökki og fengi í miðju falli að vita að það ætti eftir að athuga hvort það væri búið að binda hinn endan á teigjunni.

   Sem betur fer kom þessi símhringing nú í vikunni.

Efnisorð: , ,

<< Tilbaka á aðalsíðu

Anonymous Skoffín sagði...

Þarna varstu nú aldeilis heppinn. Það er ýmislegt sem ég mundi frekar vilja sitja uppi með en blásnauður og hundfúll Siggi Sveinn [/s]starir þegjandi út í loftið[s]

3/10/05 12:25 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Tilbaka á aðalsíðu