25 apríl 2006

En eitt netprófið

Ákvað að prófa þetta próf sem Þarfagreinir hafði tekið. Hér er niðurstaðan. Sumt kemur minna á óvart en annað.
This Is My Life, Rated
Life:
6.9
Mind:
7.7
Body:
8.6
Spirit:
8.3
Friends/Family:
3.1
Love:
0
Finance:
6.8
Take the Rate My Life Quiz

Efnisorð: ,

12 apríl 2006

Hmmm....

Ég ætti líklega að passa mig betur á því þegar ég tek kast og verð bitur, fúll og sár yfir einhverju sem fólk var að gera í góðri trú án þess að gera sér grein fyrir hvernig ég væri að upplifa hlutina.
   Mig grunar sterklega að ég þurfi að útdeila nokkrum afsökunarbeðnum á næstunni.

------------[ viðbót ]----------------

Jú, mikið rétt. Endalausir misskilningar í gangi. Þarf að tala við fólk og útdeila afsökunarbeðnum. Sérstaklega þar sem mig langar til að halda í vináttu þess.
   Hér með tilkynnist það formlega að þegar kemur að samskiptum við vini mína þá get ég átt það til að vera alveg ferlegur kjáni.

11 apríl 2006

Heilræði dagsins.

Ef þú gerir eitthvað fyrir einhvern, jafnvel þó það sé af heilum hug. Ef þú gerir það ánn þess að kanna hug hans. Ánn þess að ræða við hann. Ánn þess að hafa fyrir því að komast að því hvað hann vilji. Þá skaltu ekki láta það koma þér það mikið á óvart ef viðkomandi verður sár, svekktur og vanþakklátur.

------------[ viðbót ]----------------

Sem að vísu breytir ekki því að hann er jafn mikill kjáni og ég ef hann drullast ekki til að hafa samband og útskýra hvað sé í gangi.

10 apríl 2006

Í tilefni nýliðinna atburða.

Þegar fólk segir eitt á sama tíma og það gerir annað, jafnvel þó það sé aðeins táknrænt, hvort tekur maður meira mark á?

------------[ viðbót ]----------------

Maður gerir hvorugt. Maður drullast til að tala við fólkið, sérstaklega ef þetta eru vinir manns, og komast að því hvort það hafi kannski verið einhver misskilningur í gangi í stað þess að rjúka í einhverja óstjórnlega fílu eins og ég gerði.

05 apríl 2006

Kettir og fiskur.

Ef eitthvað er að marka mjálmkórin sem fór í gang í kvöld þá er hrár, FROSINN fiskur draumur sérhvers kattar. Ég lét mig ekkert og gaf þeim ekkert af fiskinum fyrr en búið var að elda hann. Ofnbakaðan í eigin safa með smá smjörklípu út á. Ég var varla búinn að taka roðið af mínu flaki þegar kisuskálarnar voru aftur orðnar tómar. Ákveðið og kröftugt mjálm sá svo um að sannfæra mig um að það eigi barasta alls ekkert að henda soðinu heldur setja það í tómar kisuskálar.
   Fyrir áhugasama þá fást frosin ýsuflök í Bónus á 399 kr/kg sem jafngildir 100 kr á mann (eða 50 kr á kött). Það verður sko veisla hérna næstu kvöld með tilheyrandi kórsöng.