26 október 2005

Syndsamleg skemmtun.

Syndabælið Sinfest á nú oft sína góðu punkta. Ég hef sérstaklega gaman af hundinum og kettinum. Samtölin við guð, englarnir hans, "fan-boy"-ið hans og kristlingarnir eiga líka sína góðu spretti. Djöfullin sjálfur og "fan-boy"-ið hans geta stundum verið djöfulli fyndnir. Svo má heldur ekki gleyma heimspekilegum vangaveltum og þegar Slick og Monique taka fyrir samskipti kynjana.
    En því miður koma fyrir tímabil þegar Sinfest annaðhvort missir sig í súri, ófyndni dellu eða þá að höfundurinn virðist lenda í einhverri ferlegri ritstíflu með þeim afleiðingum að maður fær ekki sinn daglega skammt af Sinfest.

Efnisorð:

<< Tilbaka á aðalsíðu

Blogger Andrea sagði...

Þvílík snilld!
Ég hef aldrei heyrt minnst á Sinfest áður, en nú er ég fan :-þ

26/10/05 9:23 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Tilbaka á aðalsíðu