12 október 2005

Gott að eiga góða vini

Fór í heimsókn til vinkonu minnar í gærkvöld. Við gerðum nú óskup lítið og vorum ekkert mikið að tala saman. Ég var aðalega að hanga í tölvunni minni á meðan hún var í sinni eða að hafa sig til fyrir bíóferðina sem við fórum í seinna um kvöldið með tveimur vinum okkar. Kom við hjá henni aftur eftir bíóferðina og aftur vorum við aðalega að hanga í tölvunum.
    Merkilegt samt hvað það að hanga saman skildi eftir miklu meira en bíómyndin. Ekki það að það væri eitthvað út á myndina að setja, hún stóð alveg fyrir sínu. Málið er bara að það virðist vera með góða vini, sem manni þykir vænt um, að maður þarf ekkert endilega að vera að gera eitthvað merkilegt, spennandi eða stórskemmtilegt saman. Það eitt að vera að umgangast hvort annað skilur eftir ákveðna vellíðunartilfinningu sem er dýrmætari en hvaða stundarskemmtun sem er.
    Mér líður ennþá vel að innan eftir gærkvöldið.

Efnisorð: ,

<< Tilbaka á aðalsíðu

Anonymous Nafnlaus sagði...

Awww..!
[s]gefur Litla Rassgati kærleiksbjarnaknús og tekur heilshugar undir pælinguna[/s]

15/10/05 6:16 e.h.  
Blogger Siggi Sveinn sagði...

<Knúsar Skoffínið tilbaka og þakkar fyrir sig>

16/10/05 11:10 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Tilbaka á aðalsíðu