Hrægammarnir nálgast! ... eða hvað?
Þegar ég greip Fréttablaðið í morgun vakti það athyggli mína að fyrir ofan forsíðuna var auglýst í æpandi skærum litum "8bls bæklingur frá Tölvulistanum stútfullur af tilboðum á tölvum og tölvubúnaði í Fréttablaðinu í dag". Mér varð strax hugsað að nú hefðu einhverjir lekið í Tölvulistan fréttir um að ég væri að fá lánið mitt og að því væri rétti tímin til að útbúa sérstaklega þykkan bækling til að klófesta mig. Vitandi af þessari gildru inní blaðinu tókst mér þó ekki að standast forvitnina og fletti blaðinu þar til kom að bæklingnum. Þá kom í ljós að annaðhvort fengu þeir rangar upplýsingar eða þeir voru ekkert á höttunum eftir mér.
Helmingurinn af bælkingnum var undirlagður undir fartölvutilboð. Halló! Ég er nýbúinn að fá mér nýja fartölvu.
Einn fjórði var undirlagður undir turnvélapakka þar sem innifalið var skjár, lykklaborð, mús og hátalarar. Fuss og svei. Ég er með fínan skjá, lykklaborð, hátalar og alles. Auk þess sem mig vantar ekki nýja turnvél. Ég hef aðeins áhuga að uppfæra þessa sem ég er með.
Þrír fjórðu af restinni fór svo undir prentara. Ég er með prenntara sem ég er varla búinn að taka úr kassanum.
Restin var svo eitthvað smotterí eins og skannar, ljósmyndavél (ég á vél, takk fyrir!), pappír, blek og dót.
Ok, bara til að hafa það á hreinu næst þegar þið sendið einhvern bækling til mín (Ég veit að þið eruð að lesa þetta! Hvar annarsstaðar hefðuð þið getað frétt af láninu?), það sem mig vantar er að auka diskapláss í turnvélinni (og í leiðinni að losna við gamla háværa diskin sem er í), athuga hversu mikið sé hægt að minnka hávaðan með t.d. nýjum aflgjafa og/eða viftum og athuga hvort hún ráði við sjónvarpskort svo ég geti horft á sjónvarpið í henni. Þetta er allt og sumt. Ekkert neitt meira kjaftæði. Nei, ég vill ekki nýtt móðurborð. Já ég veit að þetta er Pentium II örgjörvi, ég þarf ekkert meira í þessa vél. Takk fyrir.
Helmingurinn af bælkingnum var undirlagður undir fartölvutilboð. Halló! Ég er nýbúinn að fá mér nýja fartölvu.
Einn fjórði var undirlagður undir turnvélapakka þar sem innifalið var skjár, lykklaborð, mús og hátalarar. Fuss og svei. Ég er með fínan skjá, lykklaborð, hátalar og alles. Auk þess sem mig vantar ekki nýja turnvél. Ég hef aðeins áhuga að uppfæra þessa sem ég er með.
Þrír fjórðu af restinni fór svo undir prentara. Ég er með prenntara sem ég er varla búinn að taka úr kassanum.
Restin var svo eitthvað smotterí eins og skannar, ljósmyndavél (ég á vél, takk fyrir!), pappír, blek og dót.
Ok, bara til að hafa það á hreinu næst þegar þið sendið einhvern bækling til mín (Ég veit að þið eruð að lesa þetta! Hvar annarsstaðar hefðuð þið getað frétt af láninu?), það sem mig vantar er að auka diskapláss í turnvélinni (og í leiðinni að losna við gamla háværa diskin sem er í), athuga hversu mikið sé hægt að minnka hávaðan með t.d. nýjum aflgjafa og/eða viftum og athuga hvort hún ráði við sjónvarpskort svo ég geti horft á sjónvarpið í henni. Þetta er allt og sumt. Ekkert neitt meira kjaftæði. Nei, ég vill ekki nýtt móðurborð. Já ég veit að þetta er Pentium II örgjörvi, ég þarf ekkert meira í þessa vél. Takk fyrir.
<< Tilbaka á aðalsíðu
Nei, nei. Er það nokkuð. Er þetta ekki bara væg ímyndunarveiki? :)
Skrifa ummæli
<< Tilbaka á aðalsíðu