20 maí 2006

Meira evruvesajón

Einn ókosturinn við að Júgravísjón skiptist í forkeppni og aðalkeppni er að nú eru þau tvö á ári, í stað aðeins eins, kvöldin sem að fólk verður algjörlega heiladautt út af þessu.
   Sem betur fer var ögn betra úrval í bíóhúsum borgarinnar á seinna kvöldinu en því fyrra. "The Da Vinci Code" var komin í hús. Ég var að vísu eitthvað byrjaður að efast um ágæti þeirrar myndar en ákvað samt, úr því að það væri nú einu sinni Júgrókvöld og að hún gæti ekki verið mikið verri en annað sem í boði er, að fá vinkonu mína með mér á myndina. Og viti menn, hún var svo bara alls ekkert slæm. Meira að segja bara ágæt. Tom Hanks var meira að segja ekkert eins slæmur í þessu hlutverki og maður var farin að halda af ýmsu umtali. Af skiljanlegum ástæðum er hún langt frá því að fara eins djúpt né að vera eins ítarleg og bókin sjálf.
   Ég er samt að hugsa um að lesa bókina sjálfa. Nema ég hlusti bara á hljóðbókina sem ég, ahem, "fann" á netinu nýlega.

Já, var svo að reka augun í það á mbl.is að smekkur evrópubúa er kannski ekkert það afleitur. Finnska lagið vann keppnina.

19 maí 2006

Þetta er gott stuff ...Viðbót:
Þetta er stuttmynd um tvær geimverur að ræða niðurstöður á könnunum sínum á mannfólkinu og þeirri stórfurðulegu og nánast ótrúlegu niðurstöðu sem þær bentu til ...

18 maí 2006

Úff ...

Rétt kveikti á sjónvarpinu áðan. Ætlaði að tékka á Júróvísjón. Var fljótur að slökkva þegar fór að blæða úr eyrunum af hreinum og tærum sársauka. Þetta er nánast árlegur viðburður. Maður steingleymir hvað þetta er mikill vibbi og álpast til að hugsa með sér að úr því að ALLIR aðrir í kringum mann séu svona spenntir fyrir þessu, þá geti þetta nú ekki verið það slæmt, að það gæti jafnvel verið hægt að hlæja smá að þessu en nei, það eru ávalt sömu vonbrigðin og maður er fljótur að slökkva aftur. Þetta er þó skárra en að hafa álpast til að láta plata sig í eitthvað Júróvísjónpartý þar sem maður neyðist til að drekka eins og svín í örvæntingarfullri tilraun til að yfirvinna leiðindin.
   Og hver ber svo ábyrgð á því að það skuli ekki vera neitt merkilegt (fyrir utan það sem maður er þegar búinn að sjá) í bíói á svona kvöldum?

13 maí 2006

Seinasta próf vetrarins nálgast.

Jæja þá er að verða klukkutími í seinasta próf vetrarins. Ætti maður kannski að fara að byrja að lesa undir það? Eða bara að halda áfram að vera afslappaður þar sem þetta eru nú bara ebbufræði? ... ég meina "fróun flugbúnaðar" eða er það eins og sumir vilja kalla þetta, "þróun hugbúnaðar"?

Oh, jæja. Sami grautur í sömu skálinni. Skiptir ekki máli í hvora áttina maður hrærir.

11 maí 2006

Ég ætla nú ekki að taka mark á þessu...

Þó það sé alltaf gaman af gáfnaprófum og ekkert verra að skora hátt, þá var þetta það stutt og auðvelt próf, og ég fékk það hátt úr því að ég efast um að það sé það mikið að marka það. Ég held allavega að þetta sem ég tók fyrir áramótinn sé allavega marktækara en eftirfarandi.

I have an IQ of 167!
I am in the 99th percentile!
This means that I did better than 99 percent of the people who have taken this test!

The average score for this test is 100.
The maximum score is 167.
The minimum score is 66.

» Take the IQ Test at MindViz

10 maí 2006

Æi!

Ég var að hugs eitthvað fyrr í dag og varð hugsað til þess að það væri tilvalið til að blogga um. En því miður, núna þegar ég hef tíma til þess og er sestur fyrir framan tölvuna, þá man ég það ekki lengur.
Jæja, gengur vonandi betur næst.

05 maí 2006

Strax komin einkun úr fyrsta prófi

Og það var níu. :D
*Óstjórnleg fagnaðarlæti brjótast út*

03 maí 2006

Eitt próf búið, tvö eftir.

Jæja, þá er próf í tölvugrafík búið. Náði að svara fjórum og hálfri spurningu af sex. Allar spurningar gilda jafnt, fimm bestu svör gilda. Sem þýðir að fræðilega séð gæti ég fengið níu, fræðilega séð. Á eftir að koma í ljós hversu rétt þetta er hjá mér. Það telst nú varla vera slæmt miðað við að ég var nú bara hálfnaður að lesa bókina. Kannski það hjálpi til að þetta var eitt af þeim prófum þar sem má taka með sér öll skrifleg gögn. Þá er hægt að fletta upp því sem maður var ekki búinn að læra og bara læra það jafnóðum, á staðnum.
    Og ég sem var með svo miklar áhyggjur af þessu prófi. Að ég væri í mesta lagi að rétt skríða í gegn því ég hafði ekki náð að lesa eins og ég ætlaði mér. Þá er bara að vona að þetta hafi ekki bara verið tóm tjara sem ég setti á blað, að þetta sé eins gott og manni virðist við fyrstu sýn.
    Jæja, þá er bara að halda betur á spöðunum fyrir næsta próf. Þó þetta virðist hafa gengið þá verður maður kannski ekki eins heppinn næst. Sérstaklega þar sem þá má ekki taka neitt með sér nema skriffæri.