Eitt próf búið, tvö eftir.
Jæja, þá er próf í tölvugrafík búið. Náði að svara fjórum og hálfri spurningu af sex. Allar spurningar gilda jafnt, fimm bestu svör gilda. Sem þýðir að fræðilega séð gæti ég fengið níu, fræðilega séð. Á eftir að koma í ljós hversu rétt þetta er hjá mér. Það telst nú varla vera slæmt miðað við að ég var nú bara hálfnaður að lesa bókina. Kannski það hjálpi til að þetta var eitt af þeim prófum þar sem má taka með sér öll skrifleg gögn. Þá er hægt að fletta upp því sem maður var ekki búinn að læra og bara læra það jafnóðum, á staðnum.
Og ég sem var með svo miklar áhyggjur af þessu prófi. Að ég væri í mesta lagi að rétt skríða í gegn því ég hafði ekki náð að lesa eins og ég ætlaði mér. Þá er bara að vona að þetta hafi ekki bara verið tóm tjara sem ég setti á blað, að þetta sé eins gott og manni virðist við fyrstu sýn.
Jæja, þá er bara að halda betur á spöðunum fyrir næsta próf. Þó þetta virðist hafa gengið þá verður maður kannski ekki eins heppinn næst. Sérstaklega þar sem þá má ekki taka neitt með sér nema skriffæri.
Og ég sem var með svo miklar áhyggjur af þessu prófi. Að ég væri í mesta lagi að rétt skríða í gegn því ég hafði ekki náð að lesa eins og ég ætlaði mér. Þá er bara að vona að þetta hafi ekki bara verið tóm tjara sem ég setti á blað, að þetta sé eins gott og manni virðist við fyrstu sýn.
Jæja, þá er bara að halda betur á spöðunum fyrir næsta próf. Þó þetta virðist hafa gengið þá verður maður kannski ekki eins heppinn næst. Sérstaklega þar sem þá má ekki taka neitt með sér nema skriffæri.
<< Tilbaka á aðalsíðu
Skrifa ummæli
<< Tilbaka á aðalsíðu