18 maí 2006

Úff ...

Rétt kveikti á sjónvarpinu áðan. Ætlaði að tékka á Júróvísjón. Var fljótur að slökkva þegar fór að blæða úr eyrunum af hreinum og tærum sársauka. Þetta er nánast árlegur viðburður. Maður steingleymir hvað þetta er mikill vibbi og álpast til að hugsa með sér að úr því að ALLIR aðrir í kringum mann séu svona spenntir fyrir þessu, þá geti þetta nú ekki verið það slæmt, að það gæti jafnvel verið hægt að hlæja smá að þessu en nei, það eru ávalt sömu vonbrigðin og maður er fljótur að slökkva aftur. Þetta er þó skárra en að hafa álpast til að láta plata sig í eitthvað Júróvísjónpartý þar sem maður neyðist til að drekka eins og svín í örvæntingarfullri tilraun til að yfirvinna leiðindin.
   Og hver ber svo ábyrgð á því að það skuli ekki vera neitt merkilegt (fyrir utan það sem maður er þegar búinn að sjá) í bíói á svona kvöldum?

<< Tilbaka á aðalsíðu

Anonymous Nafnlaus sagði...

sammála, mér finnst að við ættum að hætta þáttöku í þessu drasli.. enda sendum við aldrei nein góð lög, og hin sem eru að keppa líka eru heldur ekki uppá marga fiska.. hvað á fisk..

19/5/06 12:21 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Tilbaka á aðalsíðu