Kettir og fiskur.
Ef eitthvað er að marka mjálmkórin sem fór í gang í kvöld þá er hrár, FROSINN fiskur draumur sérhvers kattar. Ég lét mig ekkert og gaf þeim ekkert af fiskinum fyrr en búið var að elda hann. Ofnbakaðan í eigin safa með smá smjörklípu út á. Ég var varla búinn að taka roðið af mínu flaki þegar kisuskálarnar voru aftur orðnar tómar. Ákveðið og kröftugt mjálm sá svo um að sannfæra mig um að það eigi barasta alls ekkert að henda soðinu heldur setja það í tómar kisuskálar.
Fyrir áhugasama þá fást frosin ýsuflök í Bónus á 399 kr/kg sem jafngildir 100 kr á mann (eða 50 kr á kött). Það verður sko veisla hérna næstu kvöld með tilheyrandi kórsöng.
Fyrir áhugasama þá fást frosin ýsuflök í Bónus á 399 kr/kg sem jafngildir 100 kr á mann (eða 50 kr á kött). Það verður sko veisla hérna næstu kvöld með tilheyrandi kórsöng.
<< Tilbaka á aðalsíðu
hehe, jamm
kettir eru snilld og bestu betlarar sem ég veit um :p
Ég er ekki frá því að kisunum mínum finnist hrár fiskur betri en eldaður... En þær eru líka skrýtnar.
Besti maturinn þeirra er rækjur og þær dýrka líka safann af þeim :)
Skrifa ummæli
<< Tilbaka á aðalsíðu