05 september 2005

Póstur tvö

Eins og glöggir lesendur hafa ef til vill tekið eftir hefur einhver ritstífla hrjáð mig. Við þá sem hafa furðað sig á því og jafnvel kvartað og kveinað hástöfum hef ég þetta að segja: Þetta er óskup eðlilegt og jafnvel það sem við var að búast þegar ég á í hlut.

Í öðrum fréttum þá byrjaði skólinn víst í seinustu viku. Ég þarf að fara að drífa mig í að tékka á því betur. Einhverra hluta vegna eru fyrirlestrar enn hafðir fyrir hádegi.

Kettirnir virðast hafa það gott. Þeir fá stundum að fara út en hafa ekki notað tækifærin til að strjúka sem lofar góðu. Ég hlýt þá að vera að gera eitthvað rétt í uppeldi þeirra.

Í gær gerðust þau undur og stórmerki að þegar ég fór en einu sinni í IKEA® að þá kom Skoffínið með í ferðinna. Á dauða mínum átti ég von en ekki þessu. Ég hélt að nú gæti ekkert lengur komið mér á ófart en þá gerist það seinna um kvöldið að Skoffínið viðurkennir að hafa skemmt sér dável (ekki neita þessu, ég er með msn-færslur sem sanna mál mitt).

-----------------------

Viðbót:
Þess má geta að guðlega þjóðnornin var svo elskuleg að ekki bara koma með okkur og halda okkur félagsskap, heldur auk þess þá sá hún um að keyra okkur fram og tilbaka.

Efnisorð: , ,

<< Tilbaka á aðalsíðu

Blogger Guðlega Þjóðnornin sagði...

Staðfesti ég hér með sögu þessa og heimta að ég sé nefnd í henni!!!!

5/9/05 3:52 e.h.  
Blogger Siggi Sveinn sagði...

Leiðrétti þá yfirsjón mína að gleyma að nefna guðlegu þjóðnornina og þátt hennar í viðbót við færsluna. Biðst afsökunar og lofa bót og betrun.

5/9/05 4:31 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Þú bloggaðir Sigurður! Ég á bara ekki eitt einasta orð!

Þótt að ég eigi vissulega ekki eitt einasta orð get ég samt sagt í fullri hreinskilni að Ikea er allt í lagi... svona í hófi.

5/9/05 9:50 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Tilbaka á aðalsíðu