Meira evruvesajón
Sem betur fer var ögn betra úrval í bíóhúsum borgarinnar á seinna kvöldinu en því fyrra. "The Da Vinci Code" var komin í hús. Ég var að vísu eitthvað byrjaður að efast um ágæti þeirrar myndar en ákvað samt, úr því að það væri nú einu sinni Júgrókvöld og að hún gæti ekki verið mikið verri en annað sem í boði er, að fá vinkonu mína með mér á myndina. Og viti menn, hún var svo bara alls ekkert slæm. Meira að segja bara ágæt. Tom Hanks var meira að segja ekkert eins slæmur í þessu hlutverki og maður var farin að halda af ýmsu umtali. Af skiljanlegum ástæðum er hún langt frá því að fara eins djúpt né að vera eins ítarleg og bókin sjálf.
Ég er samt að hugsa um að lesa bókina sjálfa. Nema ég hlusti bara á hljóðbókina sem ég, ahem, "fann" á netinu nýlega.
Já, var svo að reka augun í það á mbl.is að smekkur evrópubúa er kannski ekkert það afleitur. Finnska lagið vann keppnina.