Ég var víst klukkaður.
Og hvað ætla ég að gera í því? Ekki neitt.
Hér koma því fimm ástæður fyrir því afhverju ég ætla að hunsa það að hafa verið klukkaður.
1. Ég nenni því ekki.
2. Ég tek ekki þátt í svona vitleysu.
3. Þetta er asnaleg tímasóun.
4. Það verður einhver að hafa vit á því að stoppa þetta.
5. Ég er ófélagslyndur og mótþróafullur og læt því ekki segja mér hvað ég eigi að gera.
Til að hefna mín þá ætla ég hér með að klukka fimmfallt til baka manneskjuna sem klukkaði mig.
<< Tilbaka á aðalsíðu
Haha - góður. Ég skil afstöðu þína mætavel, enda gerði ég þetta aðallega af því að ég hafði ekkert betra að gera á sínum tíma. En ég ætla að hundsa þitt klukk núna, og þá ættu allir að vera (nokkur veginn) sáttir.
Ef þú bloggar að þú hafir verið klukkaður til baka en ætlir að hunsa það þá eru allir sáttir (sérstaklega ef þú tekur fram 5 ástæður fyrir að hunsa klukkið). :Þ
Haha, þú ert fýlupoki Siggi.
Ég er ekkert fýlupoki >:(
*Fer í fílu*
Skrifa ummæli
<< Tilbaka á aðalsíðu