Hefði alveg eins getað gert þetta í gær.
Vaknaði ekki eins snemma eins og ég ætlaði mér til að mála seinni umferðina. Ég varð samt að gera það í dag. Ef eitthvað er að marka leiðbeiningarnar á dósinni þá þarf að mála seinni umferð innan þriggja daga. Þetta var þó fljótlegra en fyrri umferð þannig að þrátt fyrir að hafa byrjað seinna, þá er ég búinn fyrr en seinast. Samt ef maður miðar við lyktina morgunin eftir það, þá þyrfti maður kannski aftur að redda sér gistingu í nótt. Að vísu er ég með barkan úr ryksugunni út um annan gluggan til að dæla lofti í gegnum íbúðina. Þannig að maður sér til hvort að það hjálpi ekki eitthvað til. Að vísu mun ég ekki geta sofið með ryksuguna á fullu.
<< Tilbaka á aðalsíðu
Skrifa ummæli
<< Tilbaka á aðalsíðu