08 nóvember 2005

Nú er það svart maður, ég ... zzzzzzZZZZZZZZZZ!

Já, vá. Ég steinsofnaði í kvöld. Það er svona að vera búinn að vakna eldsnemma á sama tíma og maður er búinn að vera að dútla í íbúðinni fram yfir miðnætti seinustu daga. Ég sem ætlaði að gera eldhúsið klárt í kvöld til að geta málað það þegar ég vakna í fyrramálið. Það verður þá bara að bíða til morguns.
    Allavega þá er ég undanfarna tvo daga búinn að mála stofuvegginn svartann, tvær umferðir. Ég er líka búinn að fara yfir öll skilaverkefnin og auk þess er mér líka loks búið að takast að vakna á morgnanna og mæta í skólann. Þá er "bara" eldhúsið eftir, klára að ganga frá aftur í stofunni og setja upp hillur.
    Þegar minnst er á hillurnar þá ætti ég kannski að fara aðeins hægar í sakirnar. Hugsa málið betur hvað varðar staðsetningu. Mér finnst svarti veggurinn nefnilega svo rosa flottur að ég tími varla að leyfa einhverjum ómerkilegum húsgögnum að skyggja á hann. Jæja, kemur í ljós. Fæ kannski einhvern/einhverja í heimsókn þegar ég er búinn með allt hitt til að fá þeirra álit. Það hjálpar oft við ákvarðanatöku að heyra annarra álit jafnvel þó maður fari ekki eftir því.
    Má samt ekki eyða of miklum tíma í þetta. Prófin eru að fara að nálgast og ég á eftir að vinna upp slatta af leti, veikindum, þunglyndi, framtaksleysi og of mikin svefn. Hafði þó vit á því að segja mig úr einum áfanga þannig að þeir eru bara fjórir sem ég þarf að vinna upp.

Efnisorð: ,

<< Tilbaka á aðalsíðu

Anonymous Nafnlaus sagði...

Flott hjá þér, ég er verulega stolt :D Nú vantar mig bara eitt svona kast og þá er ég í góðum málum!

9/11/05 12:08 f.h.  
Blogger Siggi Sveinn sagði...

Það er planið hjá mér að þetta sé ekki bara eitt kast, heldur að ég haldi áfram með sama dampi yfir í námið (og hvaðeina annað sem ég munu þurfa að gera) það sem eftir er vetrarins (og helst sem lengst).

9/11/05 12:33 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Tilbaka á aðalsíðu