05 nóvember 2005

Fjólublár veggur!

Jæja, þá er vinnuhelgi hálfnuð. Maður búinn að fara yfir 2/3 af skilaverkefnunum, fara þrjár ferðir í Brynju eftir hinu og þessu, laga gardínustöngina, umturna eldhúsinu og stofunni til að geta unnið þar, sparsla fyrstu umferð í eldhúsloftið, pússa sparslið með sandpappír (og sjá að maður þarf að sparsla betur) og einn veggurinn í stofunni er orðinn fjólublár.
    Þá er eftir að halda áfram með skilaverkefnin, fara með svart yfir fjólubláa vegginn (ég veit alveg hvað ég er að gera. Þetta var planað svona), klára að sparsla í eldhúsinu, pússa sparslið, mála loftið og veggi þar, gagna frá öllum húsgögnum aftur á sinn stað og setja upp hillur og skápa.
    Iss, það er ekkert mál. Ég hef jú allan morgundaginn til þess.

Viðbót, klukkutíma seinna:
Búinn að sparsla. Búinn að hleypa kisum inn. Það takmarkar hvaða verk hægt er að vinna. Er hvort er eð svangur. Eldhúsið enn á hvolfi og þarf því að fara út. Set kannski skápinn saman á eftir þegar ég kem aftur.

Efnisorð:

<< Tilbaka á aðalsíðu

Skrifa ummæli

<< Tilbaka á aðalsíðu