06 nóvember 2005

Þetta er ekkert búið.

Útvarp Grettisgata. Klukkan er fimm. Nú verða sagðar fréttir. Í fréttum er þetta helst.
    Ég er enn ekki búinn og þetta er ekkert neitt að fara að klárast í dag. Þá er bara spurning að missa ekki niður dampinn og halda bara áfram út vikuna (og jafnvel mun lengur). Næ þó allavega að klára stofuvegginn (sem er nú orðinn grár), pússa eldhúsloftið (og jafnvel mála eina umferð) og setja saman eldhússkápinn. Ég byrjaði á honum seinustu nótt en stoppaði á því að þurfa að vera með hávaða (þarf að negla eða bora). Mjög líklegt að ég nái líka að fara yfir verkefnin.
    Þakka þeim er hlýddu. Góðar stundir.

Efnisorð:

<< Tilbaka á aðalsíðu

Skrifa ummæli

<< Tilbaka á aðalsíðu