12 nóvember 2005

Gáfumenni? Ég? Kemur í ljós.

Stöð tvö er víst að leita að gáfumennum fyrir spurningaþátt. Það sem vakti athyggki mína er að í leit að þáttakendum bjóða þeir upp á eitthvað sem þeir kalla gáfnapróf. Alltaf gaman af gáfnaprófum. Það eitt dugar til að freista mín. Það að það séu einhverjar skítnar 5 milljónir í aðalverðlaun eða að komast í sjónvarpið verður eiginlega aukaatriði. Hef engu að tapa að mæta í þetta próf þó að mér heyrist á öllu að þetta gæti snúist meira um einskis nýtta þekkingu heldur en gáfur.

Viðbót
Þetta var nú meiri tímasóunin. Ekkert gáfnapróf, bara hundleiðinlegt þekkingarpróf. Og að auki var helmingur þess spurningar um mannsnöfn. Ég man aldrei nöfn. Ég vissi til dæmis alveg hver er rektor Háskóla Íslands og hvaða listamaður kom að hönnun tónlistarhússins. Ég bara man ekki nöfnin þeirra.

<< Tilbaka á aðalsíðu

Anonymous Nafnlaus sagði...

Mér hefur nú aldrei virðst ruglið á Stöð 2 vera neitt gáfulegt.

20/11/05 8:03 e.h.  
Blogger Siggi Sveinn sagði...

Ég hefði kannski þurft á afruglara að halda til að skilja auglýsinguna þeirra rétt.

21/11/05 6:06 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Tilbaka á aðalsíðu