23 nóvember 2005

Ekki í dag en örugglega á morgun.

Ég vaknaði ekki nógu snemma í dag til að mála seinustu umferðina á skikkanlegum tíma. Hafði hvort sem er bara gott af því að sofa almennilega. En geri það örugglega í fyrramálið. Á móti kom að ég hætti í EVE og horfði á fyrstu sex þættina í fyrri þáttaröðinni af Carnivale.
    Sagði upp áskriftinni að EVE, seldi allan varninginn á gjafaverði, stútaði skipunum mínum og henti út forritinu. Engin hætta á að ég freistist til að snúa til baka í bráð. Ég hafði gert ýmiss klaufamistök undanfarna daga sem kostuðu mig tíma og (spila)peninga, en það var ekki ástæðan. En það fékk mig til að hugsa. Ég eyði ekki nógu miklum tíma í leikinn til að vera að ganga neitt sérlage vel í honum en eyði þó það miklum að hann er að taka tíma frá öðru sem meira vit er í. Úr því ég get ekki tekið þátt í honum af alvöru, þá er alveg eins gott að hætta bara í honum.
    Það var komið tími á að horfa á Carnivale frá byrjun. Var búinn að sjá hálfan fyrsta þáttin og nokkra í seinni þáttaröðinni. Frétti þó í gær að framleiðslu á þáttunum hefði verið hætt eftir seinni röðina þó að ráðgert hafði verið að hafa þær fleiri. Peningamennirnir voru greinilega ekki að græða nóg. Meiri gróði líklega í verule(i)kaþáttum og ódýrum gamanþáttum.

<< Tilbaka á aðalsíðu

Blogger Hlúnkur-Skúnkur sagði...

Wel gert! EVE er miðill djöfulsins og bein leið til glötunar. Vei þeim sem ekki sjá ljósið í tæka tíð!

26/11/05 12:12 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Tilbaka á aðalsíðu