22 nóvember 2005

Blah! Málaríði er ekki búið.

Það lítur út fyrir að ég þurfi að mála aðra umferð. Oh, jæja.
     En það reddast. Seinni umferðin verður fljótlegri því ekki þarf að vanda sig við kanntana. Auk þess er ég er ekki í tímum fyrir hádegi á morgun. Fer því bara verulega snemma að sofa í kvöld. Vakna svo eldsnemma og á að geta málað fyrir klukkan átta. Ættu alveg að geta liðið sextán til átján tímar þar til kemur að háttatima. Bara spurning að finna sér eitthvað að gera annarsstaðar en heima þangað til. Þarf náttúrulega að mæta í skóla eftir hádegi jafnframt sem hægt er að læra eitthvað í lesaðstöðunni þar fram eftir degi. Um kvöldið gæti maður einfaldlega litið eitthvað í heimsókn eða jafnvel farið í bíó. Og ég sem ætlaði að drífa þetta allt saman af á einni helgi, og meira til. Bjartsýnn.
    Vel á minnst. Fór í bíó seinustu helgi. 'The Exorcism of Emily Rose' er fín ræma. Annað en margar aðrar "hryllingsmyndir" þá gerði þessi meira en að láta mér bregða eða reyna að ganga fram af mér með blóðslettum og ógeð. Ég fékk gæsahúð á þessari mynd.

<< Tilbaka á aðalsíðu

Anonymous Nafnlaus sagði...

já, ég hef heyrt að hún sé góð.. á reyndar eftir að sjá hana sjálfur
ég dl henni bara bráðlega eða eitthvað :p

22/11/05 10:38 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Tilbaka á aðalsíðu