Ég var víst klukkaður.
Og hvað ætla ég að gera í því? Ekki neitt.
Hér koma því fimm ástæður fyrir því afhverju ég ætla að hunsa það að hafa verið klukkaður.
1. Ég nenni því ekki.
2. Ég tek ekki þátt í svona vitleysu.
3. Þetta er asnaleg tímasóun.
4. Það verður einhver að hafa vit á því að stoppa þetta.
5. Ég er ófélagslyndur og mótþróafullur og læt því ekki segja mér hvað ég eigi að gera.
Til að hefna mín þá ætla ég hér með að klukka fimmfallt til baka manneskjuna sem klukkaði mig.