04 nóvember 2005

Vinnuhelgi framundan.

Jæja. Þá ætla ég að bretta fram úr ermunum og vera duglegur þessa helgi. Þetta verður alsherjar vinnuhelgi. Ekkert djamm þetta skiptið. Það sem þarf að gera er:
  • Ég er tveimur vikum á eftir áætlun með að fara yfir skilaverkefni frá nemendum mínum. Þarf að vinna það upp. Ætti að klárast í kvöld.
  • Líta svo á námið, skoða stöðuna og athuga hvort ég þurfi kannski að segja mig úr einhverju eða hvort ég nái að komast það vel af stað að ég verði á góðu róli.
  • Svo er ég með eldhússkáp, ýmsar hillur, ljós og spegil sem á eftir að setja saman eða festa upp. Einnig eru veggir sem þarf að mála og á undan því þarf að sparsla í einhver göt og rifur.
Samt verður þetta vonandi ekki eintóm vinna og púl. Maður þarf að taka sér smá hlé inn á milli. Þá væri ekkert vera að skreppa með góðum vini/vinum (Hint, hint! Hafa samband!) í smá kaffihúsaferð, bíókvöld með nammiáti eða jafnvel bara smá létt 'chill'. Svo væri ekkert verra ef einhver nennir að koma til að hjálpa til eða jafnvel bara halda mér félagsskap.

Efnisorð: , , ,

<< Tilbaka á aðalsíðu

Skrifa ummæli

<< Tilbaka á aðalsíðu