Vinnuhelgi framundan.
Jæja. Þá ætla ég að bretta fram úr ermunum og vera duglegur þessa helgi. Þetta verður alsherjar vinnuhelgi. Ekkert djamm þetta skiptið. Það sem þarf að gera er:
- Ég er tveimur vikum á eftir áætlun með að fara yfir skilaverkefni frá nemendum mínum. Þarf að vinna það upp. Ætti að klárast í kvöld.
- Líta svo á námið, skoða stöðuna og athuga hvort ég þurfi kannski að segja mig úr einhverju eða hvort ég nái að komast það vel af stað að ég verði á góðu róli.
- Svo er ég með eldhússkáp, ýmsar hillur, ljós og spegil sem á eftir að setja saman eða festa upp. Einnig eru veggir sem þarf að mála og á undan því þarf að sparsla í einhver göt og rifur.
<< Tilbaka á aðalsíðu
Skrifa ummæli
<< Tilbaka á aðalsíðu