"Laugar"dagur
Loðmundur fór í bað í dag. Hann var ekkert sérstaklega sáttur.
Samt ekki eins brjálaður og oft áður. Kannski vegna þess að ég er búinn að læra það að kettir hræðast hávaðann í vatnsbununni meira en vatnið sjálft. Einnig lagði ég mig enn frekar fram við að reyna að róa hann niður. Samt náði hann að læsa klónum í upphandlegginn á mér og vildi lítið leyfa mér að þurrka sér með handklæði.
Allavega þá er hér ein frekar blaut kisa sem ylmar af kamillíubarnasjampói.
Samt ekki eins brjálaður og oft áður. Kannski vegna þess að ég er búinn að læra það að kettir hræðast hávaðann í vatnsbununni meira en vatnið sjálft. Einnig lagði ég mig enn frekar fram við að reyna að róa hann niður. Samt náði hann að læsa klónum í upphandlegginn á mér og vildi lítið leyfa mér að þurrka sér með handklæði.
Allavega þá er hér ein frekar blaut kisa sem ylmar af kamillíubarnasjampói.
<< Tilbaka á aðalsíðu
Kannast við þessi vandræði :P Sessi fer í allsherjar yfirhalningu í vor og verður snoðaður fyrir sumarið svo hann kafni ekki úr hita.
Skrifa ummæli
<< Tilbaka á aðalsíðu