- Eins og planað var, þá fórum við Skoffínið saman til Berlínar, M'Era Luna og Lundúna í ágúst. Það var fínt. Stoppuðum stutt í Berlín en náðum samt að líta á rosa fína tælenska matsölustaðin sem við höfðum uppgötvað þar í seinustu ferð. Mælum alveg eindregið með honum.
Á M'Era Luna var hellidemburigning fyrstu nóttina en síðan steikjandi sólskin. Að öðru leiti var fínt að vera þar. Fínar hljómsveitir, skipulag til fyrirmyndar, skemmtilegur markaður og undir tjaldinu okkar vorum litlar mýslur í holunni sinni.
London var versla, söfn, góður matur, söfn, rölta, versla, Camden, söfn, góður matur, labba um, Camden, smá bjór, söfn og Slimelight. - Ég dundaði mér við það í kvöld að fara í gegnum allar bloggfærslur hér og merkja þær með "labels" (Helvítis lygi. Ég byrjaði bara á þessu án þess að klára. Geri það seinna).
- Skólinn er byrjaður aftur (og það eru strax að nálgast próf) ...(nánar seinna)
- Er að skipta um vinnu ...(nánar seinna)
- Er á leið til Finnlands yfir jólin ...(nánar seinna)
- Soðin fiskur í kvöldmat. Kisumstrákum þótti það vera om nom nom nom
- Kötturinn sem fékk heimili hér um seinustu jól er fyrir löngu hættur að vera kallaður Púki. Hann heitir Ófeigur.
Efnisorð: bleh, ferðalög, frí, kisur, skóli, vinir
<< Tilbaka á aðalsíðu
Þetta er ágætis samantekt þótt hún sé ekki "fullkláruð". Þú skrifar / ritlar bara meira þegar þú ert í stuði =)
Skrifa ummæli
<< Tilbaka á aðalsíðu