30 maí 2007

Þarna gabbaði ég hann.

Það er búið að vera hægara sagt en gert að koma Loðmundi til dýralæknis í árlegu bólusetninguna. Í hvert skipti sem ég panta tíma hjá Dagfinni, þá hefur hann passað vel upp á að láta ekki sjá sig um morguninn.
   En í þetta skiptið lék ég á hann. Ég pantaði tíma eins og venjulega. Svo þegar kom morgun og kötturinn hvergi sjáanlegur þá hringdi ég í dýralækninn og afpantaði. Þannig að þegar ég svo gerði mér ferð aftur heim í hádeginu taldi dýrið sig vera sloppið enn einu sinni og álpaðist til að koma á móti mér, mjálmandi um að fá að komast inn í mat og drykk. Ég hleypi honum inn en hann er varla sestur að snæðingi þegar ég hef samband við Dagfinn til að tékka á því hvort það sé ekki í lagi að mæta strax til þeirra. Lokka svo skepnuna inní búr og þramma svo af stað. Loðmundur fékk þar sína sprautu og ormalyf en var ekkert ánægður.

Annars er það í fréttum að við Skoffínið erum á morgun að skreppa til Köben í fimm nætur og að ég sé mjög hugsanlega að selja íbúðina. Er kominn með augastað á nýrri á Njálsgötu. Ef af því verður, þá verðum við Skröggur nágrannar. :D

Efnisorð: , , ,

<< Tilbaka á aðalsíðu

Anonymous Nafnlaus sagði...

hehe góður!
skemmtu þér í baunalandinu.

31/5/07 8:06 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Tilbaka á aðalsíðu