01 september 2006

Góð tímasetning

Jæja, þá er skólinn byrjaður aftur. Kennsla hófst seinasta mánudag.
Það sem er öðruvísi í þetta skiptið er að maður er í vinnu núna. Eitthvað á bilinu 80 til 100 prósent vinna ásamt því að vera í fjórum fögum (sem jafngildir 80% námi). Þetta ætti samt alveg að ganga en maður verður ansi upptekinn. Eftir þessa helgi hefst skiladæma- og verkefnavinnan, og þá verður lítill tími fyrir félagslíf og enginn fyrir neitt djamm.

Þannig að nú er tilvalinn tími til að leggjast upp í rúm vegna veikinda, eða þannig sko.

<< Tilbaka á aðalsíðu

Anonymous Nafnlaus sagði...

kannast við þetta, er í 4x3 eininga áföngum í dagskóla sjálfur á móti 100% vinnu, ég vinn abra heima og om helgar aukalega og svo lengur þegar ég er ekki með strákinn

2/9/06 11:53 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Tilbaka á aðalsíðu