12 nóvember 2006

Árshátíð

Fór á árshátíð Baggalúts í fylgd með góðu fólki og hitti þar enn fleira skemmtilegt fólk.

Maturinn var fínn, skemmtiatriðin voru einstök, kakóið var frábært og félagsskapurinn var til fyrirmyndar.

Þó að ég hefði kannski ekki verið eins duglegur og flestir aðrir við að blanda geði og taka þátt í gleðinni, hefði jafnvel verið frekar þögull á köflum, þá þrátt fyrir áhyggjur sumra um hið gagnstæða, þá skemmti ég mér dá vel. Var að vísu eitthvað þreyttur og orkulaus eftir vikuna, og eitthvað með hugann við það að ég þyrfti helst að geta komið ýmsu í verk daginn eftir og mætti því hvorki verða of ölvaður né vera of lengi að.

Ekki kom ég svo neitt miklu í verk daginn eftir, en það má að sjálfsögðu skrifa á minn eiginn reikning. Ég hélt mig nefnilega ekki við upphaflegu áætlun mína um að vera kannski til ellefu, í mesta lagi til tólf og ekki drekka neitt.

Annars er merkilegt hvað það var skrítin tilfinning þegar mér var tjáð áhyggjur af því hvort mér væri nokkuð að leiðast. Á sama augnablikinu upplifði maður bæði góða og slæma tilfinningu. Manni hlýnaði um hjartarætur af að hugsa út í að viðkomandi þætti nógu vænt um mann til að hafa þessslags áhyggjur en á sama tíma fékk maður samviskubit og leið ögn illa yfir því að vera kannski að skemma skemmtun viðkomandi með því að vera valdur að óþarfa áhyggjum.

Efnisorð:

<< Tilbaka á aðalsíðu

Anonymous Nafnlaus sagði...

Takk fyrir síðast, og verði þér kakóið að góðu!

13/11/06 11:50 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Þú veldur mér nú aldrei áhyggjum nema kannski stundum. Hehehehe, takk fyrir síðast ;)

16/11/06 1:44 f.h.  
Blogger Þarfagreinir sagði...

Takk fyrir að mæta!

24/11/06 5:37 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Tilbaka á aðalsíðu