13 júlí 2006

Er það nú líferni...

Fuss og sveiatan. Er það nú líferni á manni þessa dagana. Ekki nóg með að maður dröslast á lappir á ókristilegum tíma, löngu fyrir hádegi. Gengur um í skirtu og með bindi. Er búinn, nú þrjú kvöld í röð, að taka úr þvottavélinni sama kvöld og sett var í hana, og hengja upp. Heldur í þokkabót tók ég upp á því í gær að fara í sund án þess að láta mér nægja að slappa af í heita pottinum. Í stað synti ég fyrst 200 metra og svo 100 metra. Fór svo að lyfta lóðum og gera magaæfingar á þar til gerðum bekk. Hvar endar þetta eiginlega? Hvað næst? Fer maður að taka upp á því að fá sér strípur, fara í ljós þrisvar í viku og mæta á Astró eða Óliver með mynd af bílnum í vasanum að "hösla beibsur að þrykkja í"?
   Allavega þarf maður nú að súpa seiðið af þessum vitleysisgangi. Strengir og harðsperrur á ýmsum stöðum.

<< Tilbaka á aðalsíðu

Blogger Herra BRE sagði...

Hmm, sé það núna. Mig vantar mynd af bíl.

13/7/06 11:10 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

uss uss, ég stunda líkamsrækt alla daga vikunar (nema bara stundum um helgar þar sem ég fer yfirleitt í sund þá) og fer aldrei í ljós.. þetta er bara góður lifnaðarháttur og er gott að þú skulri vera farinn að hreyfa þig ;>

13/7/06 12:32 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

hmm, var að taka eftir að þú ert búinn að blogga í heilt ár!
til hamingju með það :p

14/7/06 9:59 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

farðu nú að blogga meira kallinn ;>

26/7/06 12:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Tilbaka á aðalsíðu