Opinber starfsmaður
Það er kannski kominn tími á að minnast á það að maður er orðinn virðulegur, opinber starfsmaður. Mætir á hverjum morgni um átta-níu leitið, í skyrtu og bindi, sötrar kaffi og hangir á netinu eins og lög gera ráð fyrir.
Að vísu þá er ekki gerð krafa um að maður sé jafn fínt klæddur og ég er. Það hefði dugað að vera í snyrtilegum gallabuxum og peysu, en mig bara langaði að prófa að vera í fínari kantinum. Einnig þá er maður að gera ýmislegt fleira en bara sötra kaffi og hanga á netinu (og þegar maður er á netinu þá er það að mestu leyti vinnutengt).
En allavega, þetta er sæmilega vel borgað (þó að maður hafi heyrt hærri tölur hjá útskrifuðum skólafélögum í einkageiranum), þægileg og áhugaverð innivinna, í göngufæri (rétt við tjörnina) og með hressu og skemmtilegu samstarfsfólki.
Ég er semsagt kominn með vinnu hjá Upplýsingatæknideild Menntasviðs Reykjavíkurborgar og er þar í vefforritun og -hönnun.
Að vísu þá er ekki gerð krafa um að maður sé jafn fínt klæddur og ég er. Það hefði dugað að vera í snyrtilegum gallabuxum og peysu, en mig bara langaði að prófa að vera í fínari kantinum. Einnig þá er maður að gera ýmislegt fleira en bara sötra kaffi og hanga á netinu (og þegar maður er á netinu þá er það að mestu leyti vinnutengt).
En allavega, þetta er sæmilega vel borgað (þó að maður hafi heyrt hærri tölur hjá útskrifuðum skólafélögum í einkageiranum), þægileg og áhugaverð innivinna, í göngufæri (rétt við tjörnina) og með hressu og skemmtilegu samstarfsfólki.
Ég er semsagt kominn með vinnu hjá Upplýsingatæknideild Menntasviðs Reykjavíkurborgar og er þar í vefforritun og -hönnun.
<< Tilbaka á aðalsíðu
já velkominn. gott að þú sért að fíla þig í vinnuni sem ég reddaði þér..
en uss.. þú ert yfirleitt mættur 9-ish.. eða svona rétt rúmlega það :p
Skrifa ummæli
<< Tilbaka á aðalsíðu