03 júlí 2006

Týndur kisi kemur í leitirnar.

Ég var kannski ekkert búinn að minnast á það hér en Skröggur hafði ekkert látið sjá sig síðan honum var hleypt út þann 25. maí.

En nú rétt í þessu var hann að byrtast á tröppunum, mánuði eftir að honum var hleypt út og virðist hann ekkert kannast við að hafa nokkurn tíman verið týndur. Hvar hann hefur haldið sig allan tíman fæst ekkert upp úr honum en hann virðist allavega hafa komist í æti því hann er enn í jafn góðum holdum og áður.

Þessir kettir eru furðuleg dýr.

<< Tilbaka á aðalsíðu

Blogger jhaukur (kjwise) sagði...

Kettir eru forsetar alheimsins

3/7/06 2:22 e.h.  
Blogger Þarfagreinir sagði...

Já - og þegar þeir týnast svona lengi, þá er það af því að þeir eru á forsetaþingi. Þar bera þeir saman bækur sínar um hversu vel hefur tekist við að siða eigendurna til.

11/7/06 11:47 f.h.  
Blogger Siggi Sveinn sagði...

Ah. Ég skil.
En hvernig er það? Það að hann hafi komið aftur, bendir það til að ég sé það vel siðaður að það sé þess virði að púkka upp á mig áfram?
Eða bendir það þvert á móti til þess að það sé það mikið verk eftir óunnið að hann varð að koma aftur til að klára það?

11/7/06 1:02 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Tilbaka á aðalsíðu