22 desember 2006

9 líf kattarins

Síminn hringdi í morgun (föstudag). Það var Skoffínið að tjá mér að köttur nefndur Púki hefði rétt sloppið við að vera lógað. Hefði verið búinn að fá fyrri sprautuna þegar hún kom askvaðandi og bjargaði honum frá seinni sprautunni, þeirri banvænu.
Hún er nefnilega að vinna hjá Kattholti og hafði sagt mér ögn frá sumum skjólstæðingum sínum. Sérstaklega þeim karaktermeiri sem væru kannski ekki að höfða eins vel til fegurðarskyns fólks sem kæmi að leita að litlum sætum kettlingum. Þar hafði borist til tals að henni þætti synd með Púka, hann væri svo indæll og góður en væri samt búinn að vera svo lengi hjá þeim. Taldi ég það koma til greina að ég skoðaði hvort ég gæti tekið hann að mér. Áhuginn væri allavega til staðar.
Nú var kominn tími til að taka ákvörðun. Búið væri að bjarga honum en það þýddi að ef ég vildi fá hann, þá þyrfti ég að koma að sækja hann strax í dag.

Í stuttu máli, þá er litla greyið nú sofandi undir rúmi hjá mér en Loðmundur er í einhverri fýlu, lengst út í horni ofan á skáp. En það lagast vonandi þegar þeir kynnast betur.

Efnisorð:

<< Tilbaka á aðalsíðu

Blogger Þarfagreinir sagði...

Frábær lífgjöf. Þú ert öðlingur. Ég kannast líka við það að eldri kettir geta verið grautfúlir út í kettlinga - það er bara að vona það besta í því máli eins og þú segir.

23/12/06 11:41 f.h.  
Blogger Siggi Sveinn sagði...

Hann Púki er nú enginn kettlingur lengur, en skil hvað þú átt við.

23/12/06 5:19 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hah! Ég er í skýjunum yfir að hafa látið gott af mér leiða og ekki hefði það nú tekist ef ekki hefði verið fyrir hann Kisupabba :D Og þess má til gamans geta að Púki heitir nú Ófeigur.

25/12/06 4:10 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Tilbaka á aðalsíðu