20 nóvember 2006

Fiskur á diskinn minn.

Jæja. Var búinn að sækja vænt ýsuflak - frosið - úr frystihólfinu. Setti það í vatn ofan í pott sem ég lagði á eldavélina til að leyfa því að þiðna. Hugsaði mér gott til glóðarinnar að geta eldað fisk handa okkur Loðmundi (Vel á minnst, ef einnhver sér Skrögg, þá er alveg kominn tími á að koma aftur heim). Skokka niður með þvott í vélina. Skrepp út í búð eftir karöflum með fiskinum. Ákveð þegar ég kem aftur að nota tíman og moka snjó af stéttinni. Mæti Loðmundi úti og hleypi honum inn. Moka snjó. Geng ánægður aftur inn eftir vel unnið verk. Lít á tóman pottinn á eldavélinni...
Bíðum nú við. Eitthvað er ekki eins og það á að vera.
Lít inní stofu og sér það hálfétið fiskflakið á gólfinu og ferfættur sökudólgur sleikjandi út um. Fiskurinn endar í ruslinu og kötturinn út í kuldanum. Fuss og svei. Og ég sem hafði auk þess keypt handa honum kisumat, blautmat eins og honum þykir svo góður.

Er samt byrjaður að vorkenna ögn greyinu. Hann gerði sér náttúrulega ekkert grein fyrir því að ef hann hefði beðið ögn, þá hefðum við báðir fengið soðinn fisk og hann blautmat að auki. Spurning að hleypa honum aftur inn bráðlega.

Efnisorð:

<< Tilbaka á aðalsíðu

Anonymous Nafnlaus sagði...

setja lokið á pottinn gamli, *5* fyrir köttinn samt :p

20/11/06 8:57 f.h.  
Blogger Siggi Sveinn sagði...

Það var ekki hægt að setja lokið á fyrr en flakið væri orðið nógu þiðið. Það náði langt uppúr honum.

20/11/06 9:59 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Tilbaka á aðalsíðu